Um mig
Um mig
Eigandi er Anna Jóna Kjartansdóttir, og hefur hún yfir 15 ára reynslu í uppsetningu, innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa í fjölbreyttu umhverfi.
Hún hefur mjög mikla reynslu og þekkingu á því sem tengist stjórnunarkerfum og þeim verkefnum sem ganga þvert á fyrirtækin í gegnum þau. Úttektum, umbótaverkefnum, fræðslu, greiningum og einföldun ferla og kerfa.
Anna Jóna er byggingarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá Danmarks Tekniske Universitet og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Ísland. Hún hefur unnið sem ráðgjafi hjá Mannvit, sem er núna COWI, og síðustu 10 ár verið gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Jarðborunum, Ístak og Terra.